Olof Palme hinn sænski náði sér í mörg prik sem þingmaður og leiðtogi jafnaðarmanna í Svíþjóð þegar að hann fól starfsmannafélagi stórverslunarinnar PUB fullt og ótakmarkað umboð á eignarhlut sínum í fyritækinu svo lengi sem hann væri í stjórnmálum. Palme fór þarna skerfi lengra en hann þurfti en það hefði nægt honum að gefa upp eignarhlut sinn.
Þetta leiðir hugann að hinum napurlega íslenskra raunveruleika sem er sá að íslenskir þingmenn virðast ekki þurfa, frekar en þeir vilja, að gefa upp eignartengsl sín m.t.t. hagsmunaárekstra eða vanhæfis í umfjöllun á þingi. Sumt er opinbert eins og formennska og eða stjórnarseta einhverra þingmann í eignarsjóðum sem og í stjórnum einhverra fyrirtækja, aðrir eru í einhverjum rekstri, einhverjir eiga hluti í fyrirtækjum beint eða óbeint, en margt annað er þoku hulið.
Og þó maður gefi sér auðvitað að þingmenn sinni skyldum sínum af fyllstu trúmennsku þá vantar nokkuð upp á að svo sé a.m.k. þar til að þessar sjálfsögðu upplýsingar um þingmenn okkar liggja fyrir með formlegum hætti á opinberum vettvangi – hefur sennilega aldrei verið nauðsynlegri en akkurat núna á þessum miklu ólgutímun þar sem gerðir þingsins í stóru og smáu þurfa að vera hafnar yfir allan vafa um annað en ítrustu hagsmuni almennings.
Skora á þingmenn að birta slíkt af eigin frumkvæði t.d. á heimasíðu Alþingis - ef ekki þá er alger nauðsyn að Alþingi Íslands setji lög um um upplýsingaskyldu af þessum toga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli