þriðjudagur, 2. desember 2008

Heilsuverndarstöðin ehf í gjaldþrot ...

...en var tilraun sem tókst afar vel að mati heilbrigðisráðherra ? m.a vegna þess að s.k. ganga innlögnum fækkaði á meðan hinnar vellukkuðu einkavæðingar naut við? Sennilega ekki á færi annara en ofsatrúaðra einkavæðingarsinna að skilja þessi rök ráðherrans – við hin teldum affarsæalst að auka fjárframlög til sjúkrahúsa svo þau geti sinnt starfi sínu eins og best verður á kosið og boðið sjúklingum upp á sómasamlega vist. Ritaði eftirfarandi hugleiðingar um einkavæðingu á Dagskinnuna fyrr tveimur árum (2006):

Er íslensk einkavæðing eitthvað öðruvísi ?

Einkavæðing í Evrópu. Var sem sagt fyrir tveimur árum staddur í Luxemburg á tveggja daga fundi hjá EPSU. Á okkar ágæta máli myndi það útleggjast sem Fulltrúaráð Evrópskra bæjarstarfsmannafélaga. En í því sat ég (sem þ.v. formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar) fyrir hönd BSRB um nokkurra ára skeið. Dr. David Hall frá háskólanum í Greenwich var að fara yfir þróun þessara mála í Evrópu síðustu árin og niðurstöður um margt merkilegar, m.a.:

Að samningum um einkavæðingu fylgir leynd sem gerir að verkum að almenningur hefur ekki sama aðgang að upplýsingum um t.d. hvernig staðið er að viðkomandi þjónustu. Þ.e.a.s. að almenn upplýsingaskylda gildir ekki þegar að búið er að bjóða út þjónustuna? sérkennilegt í meira lagi.

Að kostnaður og gæði fara saman og að gæði eftir einkavæðingu séu betri en verið hefur er fjarri því að vera rétt. Mýmörg dæmi eru um hið gagnstæða, hins vegar eru stjórnmálamenn áfram um að lækka framlög og “spara”. Einkavæðing sé því oftast í raun leið til þessa að minnka raunverulegt þjónustustig og oft á tíðum verulega og spara með því einhverjar örfáar krónur sem þó séu ekki í nokkru samræmi hinn raunverulega niðurskurð þjónustunnar sem auk þess sé mun dýrari fyrir neytendurna en áður var.

Fleiri og fleiri dæmi koma upp þar sem samfélagið þarf að endurfjármagna og koma í gang einkavæddri samfélagsþjónustu sem farið hefur á hausinn. Sparnaður því til lengri tíma ákaflega lítill og oft rándýrt fyrir samfélagið, eins og dæmið um risagjaldþrot hinnar einkavæddu Vatnsveitu í Grenoble sýndi glögglega.

Hall rannsakaði Farum málið í Danmörku, og eftir nokkrar tilraunir til þess að setja einkavæðingar starfsemi þess bæjarfélags í vísindalegt samhengi og án nokkurs árangurs... eða hvað... þá komst hann að þeirri niðurstöðu; sem var samt sem áður hávísindaleg; að allt sem laut að einkavæðingu í Farum byggði að (ofsa)trúarlegum forsendum fremur en útreikningum um gildi þess að einkavæða og þess vegna hafi nú farið eins og fór.

Þannig var það nú - spurningin því, er einkavæðing almennt í þágu almennings eða almannahagsmuna? - Nei held að það sé af og frá - snýst um allt aðra hluti sem ekkert hafa með velferð almennings að gera?

... og svo á að breyta Orkuveitunni - að vísu bara formbreyting, nákvæmlega eins og menn sögðu um Símann hér um árið... og það vita allir hvernig það endaði.

1 ummæli:

  1. þetta var tilraun sem mistókst vel... svona svipað og tilraun íhaldsins í Hafnarfirði með Áslandsskóla.

    SvaraEyða