miðvikudagur, 10. desember 2008

Í landi hinna tæknilegu mistaka...

... væri ekki úr vegi að opna heimasíðu í svipuðum dúr og hin ágæta okursíða Dr Gunna . Tæknileg mistök væri fínt nafn. Það mætti tölusetja hin tækilegu mistök sem upp munu koma og með því móti halda utan um það rugl sem er sífellt að koma upp og sem á eftir að koma í ljós á næstu misserum.

Tæknileg Mistök 1 : Bankastjóri Glitnis sleppur við að borga hlutabréfkaup sem tilkynnt höfðu verði til Kauphallarinnar.

Tæknileg Mistök 2: Eigendur Next og Nova Nova skipta um kennitölur á fyritækjum og fá fyritækið á tombóluprís “af því að hið erlenda fyrirtæki vildi ekki að neinn annar starfi fyrir þá?” Eins og öllum sé ekki nákvæmlega sama um það.

... og svona mætti lengi telja. Kasta þessari hugmynd á loft hér í bloggheimum og vona að einhver hafi tíma og nennu til þess að stofna svona síðu. Myndi glaður taka slíkt að mér ef ég hefði aðstöðu til.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli