laugardagur, 6. desember 2008

Blaðamennska - nei varla

Ásmundur Helgason “blaðamaður “ fer mikinn í síðasta tölublaði Mannlífs sem og hinum ýmsu blöðum útgáfufélagsins Birtings. Heldur eru “fréttirnar“ einhæfar og leiðinlegar eða í sem styðstu máli myndir af brennivínsflöskum frá hinum ýmsu framleiðendum sem og texti sem hann tekur sennilega i fóstur frá hinum sömu framleiðundum. Einkennandi er að allt er þetta hágæða vara sem er borin er “verð”skulduðu lofi sem um munar ef marka má skrif Ásmundar. Í umfjöllun “blaðamannsins” ber ekki á nokkru um vankanta vörunnar eða annarri gagnrýni? Síðan eru þetta sömu fréttirnar í blaði eftir blaði?

Blaðamennska nei  “blaðamaðurinn” Ásmundur Helgason er einnig er titlaður auglýsigarstjóri Mannlífs, og ritstjóri þess sama blaðs Sigurjón M Egilsson dubbar þess í stað auglýsingastjórann upp í “blaðamann” sem birtir grímulausar áfengisauglýsingar. Hlutverkið einfalt, að taka á sig glæpinn - ekki bara í Mannlífi heldur mörgum öðrum blöðum útgáfufélagsins Birtings.

Ekki dettur mér í hug að halda því fram að Ásmundur hafi af þessu efnahagslegan ábata og því mun ég alls ekki halda því fram að blaðamaðurinn eða blaðið fái 1.000.000 – 1.500.000 krónur eða önnur jafnvirð hlunnindi fyrir hverja “frétt”. Því fer fjarri, hér er það einskær áhugi á þessari tegund “blaðamennsku” sem knýr auglýsingastjórann með blaðamannaáhugann áfram.

Ritstjóri Mannlífs var fyrir nokkru dæmdur (11.júní 20008 / sjá umfjöllun Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum http://www.foreldrasamtok.is/ Dómar) til sektar vegna brota á lögum um banni við áfengisauglýsingum og því er það með eindæmum að tímaritið skuli í engu taka mið af nýföllnum dómi sbr. desember tölublað tímaritsins og misvirða Héraðsdóm Reykjavíkur og sniðganga niðurstöður dómsins með öllu? Viðskiptasiðferði og virðing fyrir lögum landsins er minni en engin – sýnir þvert á móti einbeittan og einlægan brotavilja. Er tímaritið Mannlíf og útgáfufélagið Birtingur hafið yfir lög, ber tímaritið Mannlíf og útgáfufélagið Birtingur enga virðingu fyrir lögvörðum rétti barna og unglinga?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli