Brá mér á opnunarkvöld sumarfélagsmiðstöðvarinnar Öldunnar + í kvöld. Þar var margt um manninn og upphafið lofar góðu. Hljómsveitin Fóbía lék fyrir gesti. Flott band og engin tilviljun að sveitinni gekk afar vel á músíktilraununum. Það er með eindæmum hvað við eigum mikið af efnilegu ungu tónlistarfólki hér í firðinum.
Fyrir tónlistaráhugafólk á öllum aldri þá verður sannkölluð tónlistarveisla á Víðistaðatúni þann 16. júní þar sem saman koma fjölmargar hafnfirskar unglingahljómsveitir. Vona bara að veðrið verði þokkalegt. Hvet fólk til þess að missa ekki af þessum tónleikum sem hefjast klukkan 20:00.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli