föstudagur, 16. júní 2006
Og ennþá meira af tónlist
16. júní tónleikar færðir af Víðistaðatúni í Gamla bókasafnið vegna veðurs. Fínir tónleikar og af mörgum góðum böndum þá bið ég fólk að leggja á minnið hljómsveitina “Form áttanna” þrælgott band sem er rétt að byrja ferilinn en eru strax orðnir verulega góðir spilarar. Blúsað rokk í sérflokki. Í hörðu deildinni er hljómsveitin PAN góð, minna á köflum á vini mína í Mínus þó ögn rólegri og melodískari, glittir í gamla þungarokkið. Flottir tónleikar bland af minni spámönnum og lengra komnum. Spilagleði í fyrirrúmi og margt listavel gert. Þakka fyrir mig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli