þriðjudagur, 6. júní 2006
Pétur og úlfurinn
Brá mér í Hafnarfjarðarleikhúsið í gærkvöldi. Erindið að hlusta á hljómsveitina Alræði öreiganna spila hið klassíka verk Pétur og Úlfinn í funk/rokk útsetningu. Fín spilamennska hjá bandinu og gaman að heyra þessa frábæru tónlistarmenn túlka verkið með þeim metnaðarfulla hætti sem þeir gerðu. Snorri trommari er sennilegast einn sá efnilegasti í bransanum í dag og sama má segja um þá félaga Helga Egils bassaleikara og Huma (Ragnar Ragnarsson) hljómborðleikara. Ekki má gleyma Halldóri gítarista sem sýndi flotta takta og góða spilamennsku Frábært framtak og skemmtilegt, bíð bara eftir því að menn vindi sér ú útgáfu sem er orðið fyllilega tímabært. Þakka fyrir mig
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli