hafa þetta verið undanfarin misseri í þjóðmálunum og fjarskalega vont fyrir þjóðarsálina. Finnst lítið til koma til þeirra sem gera lítið úr okkar ágæta forseta og finnst sorglegra en tárum taki að lesa og heyra gegndarlausan óhróður "valinkunnra menntamanna". Í mínum fræðum, uppeldis- og menntunarfræðum, mun hegðun af þessu tagi ótvírætt flokkast undir einelti. Mér finnst lítið til koma til þeirra sem tala niður til almennings í landinu af hroka og dónaskap.
Finnst óviðeigandi að ríkistjórn landsins gangi fram fyrir skjöldu í því að misvirða stjórnarskrá landsins. Og mér þykir miður hve ódrengilega menn taka niðurlagi og með þvílíkum hótunum í garð okkar ágæta forseta Íslands.
Ísland er ekki hlutfélag þar sem barist er um áhrif eftir ráðandi eignarhlut. Ráðandi "hluthafar" geta hvorki deilt og drottnað né vaðið áfram eins og þeim sýnist.
Ísland er samfélag og sem betur fer sannar þetta fjölmiðlafrumvarpsbrölt að þrátt fyrir allt virkar lýðræðið, sem betur fer.
Það sem eftir stendur er að ríkisstjórn landsins er rúin trausti. Ef markmið forsætisráðherra hefur einhvern tímann verið að gerast "landsföður" þá er hann sennilega eins langt frá því markmiðið og frekast komist verður.
Vona samt að blessuð þjóðarsálin fari að hressast, ekki veitir af og hver veit nema "strákarnir" okkar í handboltanum reddi þessu, geri góða hluti á Ólympíuleikunum og allir verða ein þjóð - handboltaþjóð ?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli