miðvikudagur, 14. júlí 2004

Saltvík 71

Er í miklu grúski þessa daganna og dvel á Borgarskjalasafninu í góðu yfirlæti. Þetta er fínt safn sem státar af afbragðs starfsfólki sem er boðið og búið við að sinna gestum safnsins. Var svo heppnin að taka þá greindarlegu ákvörðun að hefja nám við framhaldsdeildina í Kennaraháskóla Íslands fyrir tveimur árum. Er sem sagt að grúska í sögu íslenskra félagsmiðstöðva og freista þess að koma henni í vísindalegt horf. Eins og verða vill þá rekur á fjörur manns ýmis fróðleg gögn.

Eitt af því sem vakið hefur athygli mína eru gögn sem fjalla um hina frægu hátíð Saltvík 71. Einhvern vegin finnst mér sem að sagan hafi farið ómaklega með þessa miklu rigningarhátíð, sérstaklega í ljós þess að Þórsmerkurhátíðir um hvítasunnuhelgar um miðjan sjöunda ártuginn þóttu ekki par fínar og ljóst að Saltvíkurhátíðin var eins og sunnudagaskóli miðið við það sem á undan hafði gegnið. Það sama er upp á teningnum ef jafnað er við Uxa hátíðina sem fram fór fyrir nokkrum árum og varð fræg af endemum.

Saltvík 71 friður, spekt, flott músík, nokkurt kenndirí, en vandamál númer eitt, tvö og þrjú var afar leiðinlegt veður og vosbúð gesta af þeim sökum. Hef því trú á  og vona að sagan eigi eftir að setja hátíðina á verðugri stall en verið hefur er fram líða stundir.


1 ummæli:

  1. Ég var í Saltvík 71. Tjaldið fauk, veðrið var alveg brjálað og það rigndi viðstöðulaust. En það var samt mjög gaman :-)

    SvaraEyða