Hafnfirska spilasveitin Runólfur setti heimsmet í að spila Kamelljónið eftir Herbie Hancock. Bandið lék lagið samfellt í sex tíma á tennisvellinum á Víðistaðatúni s.l. laugardag. Fínt band sem bauð gestum og gangandi að spila með. Ekki slæmt að bjóða tónleikagestum að mæta á sviðið og spila með um stund. Flott band sem ber hafnfirskri tónlistaræsku gott vitni.
Í þeim efnum er einnig vert að minnast á Bararellurnar, frábært stelpuband sem fram komu í Gamla bókasafninu um daginn. Hörku rokkband með fjölbreytta hljóðfæraskipan , m.a fiðlu og blásara.
Góður tónlistarskóli + vettvangur til að æfa og spila á = gott tónlistarfólk, flott og fjölbreytt tónlistarlíf. Flóknara er það nú ekki.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli