mánudagur, 19. júlí 2004

Sumarhús STH við Stykkishólm

Brá mér á Snæfellsnesið um helgina í góðra vina hóp, sem er nú vart í frásögu færandi, nema af því einu að á heimleiðinni kom ég við Stykkishólmi til þess að kíkja á hvernig framkvæmdum við nýtt sumarhús okkar STH félaga líður. 

Því er skemmst frá að segja að húsið verður tilbúið síðsumars. Búið er að koma húsum Starfsmannafélags Kópavogs og Garðabæjar fyrir á sínum stöðum. Við létum endurbæta teikningar með dyggri aðstoð STH félaga í tæknigeiranum. Seinkar aðeins málum en fyrir vikið fáum við frábært hús. Þetta er mjög veglegt hús, stórt, rúmgott og vel búið og ekki spillir glæsilegt  umhverfi og fallegt útsýni fyrir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli