laugardagur, 2. ágúst 2008

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum

Fréttatilkynning

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum opnuðu heimasíðu þann 1. ágúst, slóðin er www.foreldrasamtok.is . Síðan er unnin í hugbúnaðarkerfinu Vefni 1.0 sem Fannar Freyr Gunnarson vefhönnuður á heiðurinn af. Síðan mun á næstum vikum og mánuðum aukast að efni og umfangi. Á síðunni gefur að lít margskonar fróðleik s.s greinar, fréttir, dóma og fleira tengt þessu brýna málefni.

Á heimasíðunni er einnig aðgengilegt kæruform þar sem hægt er að senda inn rafrænt, á mjög einfaldan hátt, kærur vegna brota á banni viðáfengisauglýsingum . Foreldrasamtökin hvetja fólk eindregið til þess að notfæra sér þennan möguleika og tilkynna með þessum einfalda hætti um öll brot sem viðkomandi verður vitni að. Áfengisauglýsingar eru boðflennur í tilveru barna og unglinga og sem þau eiga lögum samkvæmt rétt á að vera laus við. Á meðan að lögin eru ekki virt þá hvetja foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum alla þá fjölmörgu sem bera hag barna og unglinga fyrir brjósti sér að liggja ekki á liði sínu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli