fimmtudagur, 28. ágúst 2008

Einstaklega óviðeigandi

Það var með eindæmum að eftir skemmtilega Kastljósútsendingu frá Bessastöðum í gærkvöldi þar sem okkar bestu synir og fyrirmyndir æsku þessa lands voru heiðraðir, þá hafi RÚV fundist það viðeigandi að birta langa og ákaflega asnalega áfengisauglýsingu í kjölfarið?

Er reyndar ekki í fyrsta sinn sem RUV fer langt yfir strikið og verður sér til skammar í þessum efnum. Marga rekur minni til þess þegar að forseti Íslands veitti í Íslensku forvarnarverðlaunin fyrir nokkrum árum þá var birt enn ein áfengisauglýsingin og viðhöfninni ,forsetanum og fólkinu í landinu með því sýndur fádæma dónaskapur.

Ég er þeirra skoðunar að RÚV eigi alfarið að fara út af auglýsingamarkaðnum. Ekki vegna viðskipta- og samkeppnissjónarmiða eins og flestir samsinnungar mínir í þessum efnum nefna sem helstu rök. Málið er það að þessu flaggskipi íslenskrar menningar RÚV er ekki treystandi til þess að höndla með þessi mál samkvæmt lögum, almennu siðferði og eða með þeim hætti sem þessari stofnun er samboðið. Meðan að svo er og ef ekki verður alger stefnubreyting þá á RÚV ekkert erindi á auglýsingamarkaðinn.

Hvet alla þá sem þetta lesa til þess að sýna hug sinn í verki og sniðganga auglýstar áfengistegundir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli