miðvikudagur, 3. september 2008

"Pólitísk eftirlaun"

Skrifaði eftirfarandi pistill 12. október 2007 þegar að fyrsti meirihlutinn í Reykjavík féll. Hafði ekki ímyndunarafl til þessa að sjá fyrir allt það sem á eftir kom. Sé þó að hugsanlega var ég sannspár varðandi fv borgarstjóra þó svo að hann fari ekki alla leið til Brussel. Hann þarf sennilega ekki að leita lengra en á Háaleitisbrautina til þess að komast á "pólitísk eftirlaun" – er sennilega betra en að kúldrast fjarri sínu fólki í Evrópska kansellíinu suður í Belgíu.

"Og síðan fer...

...fyrrverandi borgarstjóri á „pólitísk eftirlaun” sem munu felast í þægilegu starfi í Brussel eða á sambærilegum vettvangi. Munu sennilega ekki líða nema 8 - 12 mánuður þar til „eftirlaunin” verða frágengin og okkar maður mun auðvitað þykja happafengur í hverju því samhengi sem um verður að ræða – Er ekki tilveran einföld eftir allt saman."

Engin ummæli:

Skrifa ummæli