laugardagur, 27. september 2008

Dagskinnunni hefur borist bréf ...

... frá einum virtasta knattspyrnudómara landsins og stuðningsmanni Leifturs í Ólafsfirði

Sæll
Velkominn í klúbb áhanganda neðrideilda enskrar knattspyrnu.
Eins og alþjóð veit hef ég haldið með Schunthorp United í 20 ár eða u.þ.b. og aldrei látið deigan síga í þeim efnum. Þetta eru efnilegir klúbbar sem verða kannski aldrei "stórir" en hvað um það, ekkert verri en þessir stóru enda kemur stór hluti leikmanna stóru klúbbana frá þessum uppeldisstöðvum fótboltans.
Læt hér fylgja með slóðina á heimasíðu Schunthorp http://www.scunthorpe-united.premiumtv.co.uk/page/Home
Bestu kveður, go

Guðbjörn Arngrímsson
Sorry að við skildum vinna svona stórt þann 6. sept.

Ágæti vinur
Mínir menn Brighton & Hove Albion oftast kallaðir Mávarnir tóku Man City í nefið í bikarnum unnu 5- 2 eftir vítaspyrnukeppni. Þess vegna fyrirgefur maður mönnum tapið á móti Schunthorp og ekki síst 1- 0 tapið á móti Walshall um daginn þar sem mínir menn voru tveimur mönnum fleiri nánast allan leikinn!

Mávarnir spila að mínu mati sannfærandi kick and run bolta eins og hann gerist bestur og þegar að best lætur í tæklingunum þá má setja niður jarðepli í förin án mikillar fyrirhafnar. Sem sagt afar áferðarfalleg knattspyrna þar sem ekki er sjálfgefið að betra liðið vinni eins og dæmin sanna. Megi Schunthorp ganga vel en þó með þeim fyrirvara að þeir skyggi ekki á Mávana. Bestu kveðjur norður yfir heiðar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli