fimmtudagur, 14. ágúst 2008

Ó borg mín borg ...

Hið frábæra lag Hauks Morteins verður að sjálfsögðu á efnisskránni hjá Rokkbandinu Plús sem kemur fram á Dönskum dögum í Stykkishólmi um helgina. Lagið útsett í hörku blús sem endurspeglar ástandið um þessar mundir í fjölmennasta úthverfi Hafnarfjarðar sem oftast er nefnt Reykjavíkurborg , en tveir þriðju hljómsveitarmeðlima eru búsettir í þessari ólgusömu byggð.

Það kemur „Dagur“ eftir þetta kjörtímabil en sá ágæti drengur sýnir þá miklu pólitísku kænsku að ónáða ekki andstæðingana þegar þeir eru á fullu í klúðrinu. Kjörþokki margra borgarfulltrúanna er rokin út í veður og vind í þessum atgangi öllum. Harmleikur sem minnir mann mest á annað gott lag „Þrjú hjól undir bílnum og ennþá skröltir hann þó“ Sennilega ekki vitlaust að setja það í prógrammið hjá hinu annars alls ópólitíska gleðibands, rokkhljómsveitarinnar Plús – hver veit?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli