þriðjudagur, 15. apríl 2008

Síbrotafyrirtækið Egill Skallagrímsson

En á ný þverbrýtur Ölgerð Egils Skallagrímssonar lög um bann við áfengisauglýsingum. Fyrirtækið hefur þegar a.m.k. einu sinni hlotið dóm vegna brota á þessum lögum.

Sem endranær beinist áfengisherferð fyrirtækisins að börnum og unglingum sérstaklega. Af því tilefni eru strætóskýli á höfuðborgarsvæðinu þakin auglýsingum. Fullkomin lágkúra og algert virðingarleysi við börn og unglinga, sem eru eins og kunnugt er helstu viðskiptavinar Strætó. Og það er auðvitað með eindæmum að Strætó bs skuli taka þátt í þessu með því að legga biðskýli fyrirtækisins undir ólöglegar áfengisauglýsingar og gefa þar með sínum helstu viðskiptavinum langt nef.

Hvar er ákæruvaldið? og hvers vegna eru flest brot af þessum toga látin óátalin – Hvers vegna er einlægur og einbeittur brotvilji stjórnenda fyrirtækisins (og samsvarandi fyritækja) látin viðgangast misserum og árum saman.

Spyr sá sem ekki veit – en undrast afskiptileysi og fálæti stjórnvalda sem virðast hafa takmarkaðan áhuga á því að verja lögvarinn rétt barna- og ungmenna til að vera laus við áfengisauglýsingar. Sorglegt og ekki boðlegt í siðuðu samfélagi.

4 ummæli:

 1. takk fyrir þarfar ábendingar. Hérmeð er ég hætt að versla við Ölgerðina. Burt með appelsínið af heimilinu.

  magga

  SvaraEyða
 2. Hvað með FH-inga sem auglýsa á Kaplakrikavelli Carslberg.

  SvaraEyða
 3. Mér hefur lengi virst Ölgerðin hvað verst af þessum áfengisframleiðendum og innflytjendum hvað þetta varðar. Þar sem úrval af bjór í vínbúnum er nokkuð gott er langt síðan ég fór mikið til að sniðganga vörurnar frá þeim.

  SvaraEyða
 4. Kannski þetta sé vegna hagsmunaárekstra, stærsti díler landsins (ríkið) tapar pening á að láta handrukkara sína (lögguna) hefta áfengissölu. Sá díler fær jú meira en helming útsöluverðs í sinn kassa.

  SvaraEyða