Al er norður íri og bjó í Belfast , flutti hins vegar fyrir alnokkrum árum til Dyflinnar, í friðsældina, eins og hann segir. Hafði verið virkur í póltík og verkalýðsmálum, var einlægur aðskilnaðarsinni og fannst sem slíkum lítið koma til bretanna. Fann þeim flest til foráttu og taldi að þeir hefðu sem aðall og herraþjóð sölsað undir sig eigur sem með öllum rétti væri sameign hinnar írsku þjóðar, landinu sjálfu.
Einn dag fékk hann nóg , viðurkenndi ósigur , og flutti til Dyflinnar með alla fjölskylduna. Hafði verið að keyra börnin þá 11 og 13 ára í skólann árla morguns og verður vitni að því þegar að skyndilega lýstur saman fylkingum manna, steinsnar frá skóla barnanna. Upp hófst skothríð sem lyktaði með því að nokkrir menn lágu í valnum, flestir nærstaddra urðu lamaðir af ótta og fyrir börnin var þetta óbærileg og mjög erfið reynsla.
Okkar maður hugsar með sér að samfélag af þessum toga sé engum bjóðandi og síst af öllu saklausum börnum sem engan þátt eiga í þessu ástandi. Býð ekki börnunum mínum upp á þetta hugsaði hann fór með alla fjölskylduna og hefur aldrei komið til baka.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli