“Íslenski herinn var í vanda las ég í blöðunum heima í Dublin“ sagði Al vinur minn hinn írski og formaður fulltrúarráðs Evrópskra bæjarstarfsmanna, hélt svo áfram og sagði, “að einhver Viggertsson?, íslenskur geniráll hefði dvalið fulllengi við teppakaup í miðborg Kabúl og engum togum skipt að herinn íslenski lenti í hryðjuverkaárs og sennilegast ekki orðið af teppakaupum genirálsins í þetta sinnið, íslenskir hermenn , þrír ef ekki fjórir, hefðu verið stórslasaðir”
Her, segi ég, við höfum nú engan her, köllum þessa menn friðargæsluliða, eru að mig minnir fimm stykki, verðum auðvitað að vera með í þessum hasar ekki satt?
“Hvað segir þú” segir Al afar undrandi og gefur lítið fyrir þetta friðargæslu tal í mér, “greinilega gríðarlegt áfall fyrir íslenska herinn þarna í Kabúl, 60 % íslenska heraflans í lamasessi eftir þessa einu árás”. Reyni ekki að skýra mál frekar tek undir hið hræðilega áfall hersins íslenska og færi talið að öðru!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli