miðvikudagur, 3. nóvember 2004

Á almennt siðferði bara við um vinstra fólk

Finnst með eindæmum hvernig formaður Sjálfstæðisflokksins fer með olíusamráðsmál. Borgastjórinn í Reykjavík vondi karlinn!

Veit ekki betur en að málið teygi sig vel inn í innsta valdakjarna Sjálfstæðisflokksins. Velt fyrir mér hvort þriðji varaforseti Alþingis eigi ekki að segja af sér vegna augljósra tengsla við málið? Spurning hvort að stjórnarformenn og forstjórar þessara fyrirtækja, sem lugu blygðunarlaust og kerfisbundið að þjóðinni, eigi ekki að sæta ábyrgð í stað þess að rífa stólpa kjaft?

Get auðvitað tekið undir að borgarstjóri er í erfiðum málum. Gæfi hins vegar mikið fyrir það að Sjálfstæðismenn nýttu sér í eigin þágu þá siðferðisramma er þeir ætla öðrum að fara eftir.

Er til eitthvað sérstakt hægri siðgæði sem lýtur ekki sömu viðmiðum og hjá okkur hinum? Veit það ekki en dettur í hug "bjálkinn og flísin". Velti fyrir mér hvort vinstra fólk hafi sterkari siðferðiskennd og viðmið en þau sem formaður Sjálfstæðisflokksins stendur fyrir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli