Sumar og sól taldi ég, en var sennilega einn um það, því fólkið í kringum mig var kappklætt? Fannst eins og ég væri í vitlausri bíómynd. Fínt ef við gætum gengið að svo veðri vísu á 17. júní, myndi létta alla vinnu við hátíðarhöldin, hugsaði ég með mér í blíðunni.
Hér í Madrid er fólk sem sagt að drepast úr kulda í ca + 15 og glampandi sól. Blæs úr norðri sem veit ekki á gott að sögn innfæddra. Kannski erum við íslendingar með öðruvísi hitaeliment því ekki fannst mér nokkurt tilefni, hjá blessuð leigubílstjóranum sem kom mér á fundarstað í morgun, að hafa hitann í bílnum á fullu í þessu sannkallaða blíðviðri. Sennilega er maður víkingur þrátt fyrir allt?
Er sem sagt í Madrid á fundi í fulltrúaráði Evrópska bæjarstarfsmanna EPSU þar sem ég sit fyrir hönd BSRB. Hefði gjarna vilja vera heima enda miklar annir á öllum vígstöðvum, en því miður var búið að ganga frá öllum endum varðandi fundinn þannig að ég átti þess ekki kost. Treysti á góða vinni mína og samherja í verkalýðsmálum.
Á fundinum hér er m.a verið að ræða nýja könnun á vegum EPSU varðandi samninga opinberra starfsmanna víða í Evrópu. Þar er fjallað um atrið eins og vinnustundafjölda á ári, frídaga, orlofsdaga, vikulega vinnuskyldu, hvenær samningar eru lausir, hvað þjónusta er á vegum hins opinbera og hvaða þætti einkageirinn hefur “séð” um.
Skýrsla þessi verður von bráðar gefin út og á í raun að vera skyldulesning fyrir alla sem fjalla um samningamál.
Einkavæðingin er í sífelldri umræðu. Hið hörmulega járnbrautslys í Bretlandi fyrir nokkrum dögum rekja menn beint til einkavæðingar, því augljóslega eru orsakir þessa hörmulega slyss að rekstraraðilinn er uppvís af því að vinna ekki samkvæmt þeim öryggisstöðlum sem bresku járnbrautirnar sálugu viðhöfðu og fóru eftir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli