Átti í kappræðum við markaðstjóra Ölgerðar Egils Skallagrímssonar s.l. föstudag á ráðstefnu viðskipta og hagfræðinema við Háskólann í Reykjavík. Þemað, siðferði og bjórauglýsingar. Vorum ekki á eitt sáttir frekar en fyrri daginn en áttum engu að síður gott spjall. Virði fyrirtækið fyrir það að mæta til leiks og ræða málið á opnum vettvangi. Það er mun meira en önnur sambærileg fyrirtæki gera.
Sum hver henda einhverjum 100.000 köllum í auglýsingarstofur þegar að þessi mál ber á góma í samfélaginu og svara með nokkrum heilsíðuauglýsingum eða sjónvarpsauglýsingum. Kalla þetta meira að segja tjáningarfrelsi. Einhliða áróður í krafti fjármagns segir Hæstiréttur í dómsútskurði ef mig minnir rétt.
Tel að miðlunartillagan falli
Hef ekki trú á öðru en að kennara felli miðlunartillögu sáttasemjara. Ástæðan einföld. Kjör eru með þeim hætti að tillagan nær ekki einu sinni þeim samningum er ríkið samdi við sína kennara í framhaldsskólum í kjölfara síðustu samninga við grunnskóla kennara. Það er því verið að gera kennurum tilboð sem ríkið treysti sér ekki að bjóða sínu fólki í síðustu samningum.
Hví ætti ríkið ekki að hafa afskipti af þessari deilu, samningar á hinum almenna markaði hafa nánast ávallt verið þríhliða þ.e.a.s. að ríkið hefur komið inn með framlög í einu eða öðru formi til þess að loka samningum. Oftar en ekki hafa þessi inngrip ríkisins haft úrslitaáhrif. Sérkennilegt ef slíkt getur ekki átti við þegar að starfsmenn sveitarfélaga freista þess að semja við sveitarfélögin. Á ríkið bara "að splæsa" þegar að almenni markaðurinn á í hlut og er það þá hlutverk ríkisins að niðurgreiða sérstaklega laun á hinum almenna vinnumarkaði umfram hinn opinbera?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli