Einar Emilsson - minningarorð
Í dag er borin til grafar ágætur félagi minn og vinur, Einar Emilsson á Dalvík.
Einar var lengi formaður Starfsmannafélags Dalvíkur og sat einnig í stjórn BSRB.
Kjarasamningagerð er ekki það léttasta verk er fólk tekur að sér. Það er hins vegar eitt af meginverkefnum formanna verkalýðsfélaga. Sú mikla pressa og álag sem sú vinna hefur í för með sér leiðir óhjákvæmilega til þess að þeir sem við þetta vinna kynnast vel og betur en ella, því að á slíkum stundum koma mannkostir fólks í ljós. Einar bjó við ríkidæmi í þeim efnum og því ánægjulegt að vinna með honum á þessum vettvangi. Einar vann gott verk á sviði verkalýðsmála enda ötull baráttumaður sem kom mörgum góðum málum í höfn á þeim vettvangi. Með Einari er gengin drengur góður og votta ég Ingu og börnum þeirra sem og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð
Engin ummæli:
Skrifa ummæli