þriðjudagur, 9. mars 2004

Ekki er blekið þornað á undirskrift kjarasamninga

Ekki er blekið þornað á undirskrift kjarasamninga
Þegar að spádeildir bankanna senda fulltrúa sína í fjölmiðlana og hefja gráturinn um að þessi verulega hóflegi samningur sé allt of hár? Kauphækkanir hjá okkur séu mun meiri nú en í nágranna- og samkeppnislöndunum, menn geta hins vegar í engu þeirrar laklegu launaþróunar hérlendis sem verið hefur um áratuga skeið og hvernig íslendingar sitja í engu við sama borð og nágrannaþjóðir okkar þegar að miða er við lífskjör eða kaupmátt.

Veit satt að segja ekki hvernig á bregðast við þessu eða hvort taka beri mark á þessu yfir höfðu. Sennilega skynsamlegast að flokka þetta undir hreinræktaðan hroka bankakerfisins sem á sem kunnugt er sennilega heimsmet í vaxtaokri og þjónustugjöldum.

Eitt er víst að samningar þessir eru greinilega mjög umdeildir og ekki útséð hvort þeir verða samþykktir hjá félögunum enda að margra mati ekki í neinu samræmi við þann gríðarlega gróða sem íslenskt atvinnulíf skilar eigendum sínum um þessar mundir.

Sakna Þjóðhagsstofnunar á tímum sem þessum og tel það mikil mistök að hún var lögð niður . Var vönduð stofnun og óháð og algerlega laus við hagsmunatengdar spár eins og spádeildir bankanna framkvæma. Að leggja niður þessa ágætu stofnun var svipaðs eðlis eins að henda öllum hitamælum á sjúkrastofnunum.

Hagsmunatengsl bankanna eru alger og augljós, sem sagt vanhæfi. Tekur einhver mark á rannsóknum tóbaksframleiðenda um áhrif tóbaksreykinga á heilsu fólks?
Tugir milljarða gróði bankakerfisins versus einverjir 5.000 kallar til fólks sem þegar hefur það skítt?

Að það valdi kollsteyptu nei , raskar sennilega eitthvað hlutabréfagróðanum og arðgreiðslum. En fjallar fyrst og fremst um á hvern veg á að skipta auðæfum þjóðarinnar. Sem sagt grjóthörð hagsmunagæsla og "spár" hagmunaaðila í því ljósi og út frá þeim hagsmunum. Flóknara en þetta er það nú ekki?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli