Hér allt sundurgrafið
Sem er gott mál, enda verið að koma fyrir heitum pottum og taka inn hitaveitu í öll hús. Staðurinn er Munaðarnes á sólríkum “vordegi”. Framkvæmdum miðar vel og heitir pottar verða komnir í flest hús í sumar. Þetta mun breyta aðstöðunni verulega og ásókn í bústaði mun aukast að sama skapi. Sem sagt mikla breytingar og allar til batnaðar.
Auk þessa þá verður starfsrækt sérstök félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga í þjónustumiðstöðunni í sumar. Tilraun varð gerð með starfsemi af þessu tagi í fyrrasumar og tókst hún með ágætum og því afráðið að halda starfinu áfram í sumar.
Munaðarnes, fínn kostur í orlofsmálum STH félaga
Engin ummæli:
Skrifa ummæli