Já lífið er lotterí
Hafnarfjarðarbær stendur fyrir launamiðalotterí um þessa mundir, veglegir vinningar segja menn og dregið verður úr "seldum miðum" 1. apríl.
Best væri auðvitað að laun væru í þeim gæðaflokki að hver mánaðarmót væru starfsfólki sú sanna gleði og sú sama og þess sem happdrættisvinning hlýtur. Þar sem því er ekki að skipta þá er það úrvalsleið að breyta rafrænum launaseðli í happdrættismiða. Og hitt væri ekki verra að happdrættið gilti fyrir alla, jafnt rafræna sem og pappírssinnaða launamenn.
Því er ekki að skipta og því ekki hægt að segja húrra fyrir jafnræðisreglunni í þetta skiptið hvað sem síðar kann að verða. Gullrætur allra landa sameinast í þessu snilldarúrræði og ég trúi ekki öðru en að allir sem vettlingi geta valdið nái sér í "miða".
Viðeigandi? - Mjög svo, segja sumir - afar sérstakt, segja aðrir. Eitt er þó víst, lífið er "lotterí" og Hafnarfjarðarbær tekur þátt í því.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli