mánudagur, 7. janúar 2013

Segir fátt af einum - að minnsta kosti í eigin miðli


Man þetta ekki alveg enda ekki menntaður fjölmiðlafræðingur en fræðimaðurinn  McQuil (Mass Communication m.m.) nefnir einhverjar birtingarmyndir um samspil fjölmiðlunar og eignarhalds á þeim. Ein birtingarmyndin var um fjölmiðlasamsteypur í eigu “bísnessmanna“, tycoons og eða moguls minnir mig að þetta hafa verið nefnt. Viðkomandi nota miðilinn / miðlana í þágu persónulegra hagsmuna og hafa með beinum hætti (og jafnvel óbeinum hætti) áhrif á ritstjórnarstefnuna. Skólabókardæmi um slíkt má sjá á bls 2 í Fréttablaðinu í dag. Sjón er sögu ríkari

Engin ummæli:

Skrifa ummæli