þriðjudagur, 1. janúar 2013

Ekki mikil retorik hjá Ólafi

Hlýddi á nýársávarp Ólafs Ragnars og þótti ekki mikið til þess koma. Algjörlega hefðbundin ræða stjórnmálamanns af gamla skólanum . Einföld málfundaæfing eins og það að tengja alvarlega stöðu í umhverfismálum, andvaraleysi  í þeim málum og líkja því við breytingar á stjórnarskrá er retorik sem þessu embætti er ekki samboðin. Er samasem merki milli þeirra sem vilja breytingar á stjórnarskrá og þeim sem sýna ábyrgðarleysi í umhverfismálum? Það vantaði ekkert inn í þessa fléttu nema kanski að koma Evrópu umræðunni inní þetta undarlega mengi sem kallaðist nýársávarp forseta Íslands. Eftir einarða og einsleita umræðu um hvílíkt glapræði felist í stjórnlagaþingsbreytingum var ávarpið kórónað með að hvetja til "samstöðu".  Ekki var þetta sérstaklega landsföðurlegt ávarp - Að mínu mati var hápunktur ávarpsins sá þegar að Ólafur leggur til að hlúa þurfi sem best að æsku landins og um það geta allir verið sammála - annað var hefðbundið pólitískt karp.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli