... hitti svo sannanlega í mark með bók sinni Flugvélar yfir og á Íslandi, ljósmyndabók í hæsta gæðaflokki, frábærar myndir og vel unnar. Viðfangsefnið fjarri því að vera einfalt. Útkoman frábær bók sem er skyldueign allra ljósmynda- og flugáhugamanna og ekki verra eins í mínu tilfelli þegar að þetta hvoru tveggja fer saman.
Hef ekkert flogið sjálfur nema í Fligth simulator en sú reynsla segir mér að ég vildi ekki vera farþegi hjá mér, sem er önnur saga. Hef samt sem áður ferðast mikið og reynt að sameina þessi áhugamál mín. Birti hér mynd sem ég tók rétt sunnan við Surtsey, sennilega úr 34 -35 þúsund feta hæð.
Flug í góðu skyggni er skemmtilegasta landafræðikennslan - Borgir, ár og fjöll sýna manni samhengi sem erfitt er að miðla í bók eða frásögn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli