Úrskurður samgönguráðuneytisins varðandi ráðningu í embætti verkefnastjóra æskulýðs- og tómstundamála í Kópavogi kemur fáum á óvart. Úrskurðurinn er skýr, ótvíræður en algerlega öndverður áliti bæjarlögmanns í Kópavogi? Formaður ÍTK Gunnsteinn Sigurðsson var vanhæfur.
Í úrskurði af þessum toga er ekki tekið tillit til hæfi umsækjenda , það gerir hins vegar umboðsmaður Alþingis. Sjá til dæmis og sbr. úrskurð umboðsmanns vegna kæru Helgu Jónsdóttur varðandi umsókn um starf ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu, þar sem fram kom að gengið hafa verið fram hjá hæfari umsækjanda þ.e.a.s. Helgu. Ekki er mér kunnugt um hvort einhverjir umsækjendur í þessu máli láti á það reyna, en eðli málsins vegna væri slíkt ekki óeðlilegt.
Þetta mál er auðvitað ein allsherjar vitleysa, ekki bara það að nánast allir forstöðumenn ÍTK séu hættir eða að hætta störfum, eftir situr þessi dæmalausi bæjarstjórnarfundur um árið sem gefur fullt tilefni til frekari eftirmála. Á Visi.is kemur eftirfarandi fram um vanhæfi formannsins fyrrverandi :
„Samgönguráðuneytið hefur úrskurðað fyrrverandi formann Íþrótta - og tómstundaráðs í Kópavogi, Gunnstein Sigurðsson, vanhæfan til að fjalla um ráðningu í stöðu verkefnisstjóra æskulýðs- og tómstundarmála í Kópavogi. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar kærðu ákvörðun ÍTK til ráðuneytisins á sínum tíma því þau töldu óeðlilegt að Gunnsteinn tæki þátt í ráðningaferlinu vegna tengsla sinna við einn umsækjandann.
Viðkomandi umsækjandi hafði verið undirmaður Gunnsteins, sem er skólastjóri í Lindaskóla, til margra ára auk þess sem hann var meðmælandi hennar á umsókn um starfið og mælti hann með henni í starfið þegar ákvörðun var tekin um ráðningu.“ (visir.is)
Sjá alla fréttina http://www.visir.is/article/200880318043
Engin ummæli:
Skrifa ummæli