Halldór Blöndal þáverandi samgönguráðherra sagði að breyting Símans í hlutafélag væri bara formbreyting, ríkið héldi um bréfið og ekkert mundi breytast fyrirtækið yrði sem fyrr í eigu ríkisins en auðvitað yrði að “h/f a” fyrirtækið vegna markaðsaðstæðna, eða hvað menn kölluðu þetta. Og svo liðu nokkrir mánuðir og hlutbréfið var fært yfir í fjármálaráðuneytið ... og svo var skipt um ráðherra og svo koll af kolli ... !
Hjá Halldóri hófst einkavinavæðingarferli sem nú sér fyrir endann á með yfirtöku Exista á fyrirtækinu og lýkur þar sennilega gjörgæsluvöktun fámenns hóps yfir Símanum sáluga með afburðarárangri, ekki eitt einasta hlutabréf rataði í vasa almúgans (sem reyndar á lítið aflögu) . Allt orðagljáfur stjórnmálamanna og fulltrúa þeirra í t.d. einkavæðingarnefnd um að koma Símanum í almenningseign (sem hann reyndar var hér í eina tíð) staðlausir stafir. Lok lok og læs Síminn innmúraður og kominn af markaði eftir 5 mínútur – Milljarðaeign samfélagsins færð tilteknum hópi á silfurfati.
Dr. David Hall, sá merki fræðimaður, prófessor við Hálskólann í Greenwich ,sem rannsakað hefur einkavæðingu víða um lönd ætti að fara yfir þetta ferli Símans. Það þarf ekki að gera annað en að stilla upp ummælum stjórnamálamanna í tímaröð til þess að sjá vefnaðinn og sýna fram á nauðsyn þess að fara ítarlega í saumana á þessu ferli. Aðkoma ýmissa einstaklinga í ferlinu orkar auk þess verulega tvímælis sem og margt annað í þessu máli öllu.
Núna, þegar að almenningi í landinu blöskrar þessar aðfarir, segir fjármálaráðherra að svona séu reglurnar. Væntanlega reglurnar sem hann tók þátt í að setja – ekki satt. Svarið er því einfalt, með Símann var ekki pólitískur vilji til að fara með öðruvísi en gert hefur verið þ.e. að færa eigur samfélagsins til örfarra einstaklinga. Það tókst og með miklum ágætum.
Árni
SvaraEyðaÉg hnýt aðeins um þessa setningu:
"Milljarðaeign samfélagsins færð tilteknum hópi á silfurfati."
Greiddu kaupendur ekki einmitt tugi milljarða fyrir eignina?
Ert þú kannski einn þeirra sem vilja endurreisa bæjarútgerðir og raftækjaverslun ríkisins?
Blessaður Friðjón
SvaraEyðaÞeir greiddu svipað verð fyrir símann og það kostaði ríkið að kaupa hið "fyrrum óaðskiljanlega" dreifikerfi símans til baka? - tómbóluprís, eiginlega gjöf.
Vandamál framtíðar verða ekki leyst með lausnum fortíðar Bæjarútgerðir þjónuðu ágætlega sínu hlutverki á sinni tíð en eiga lítið erindi í dag - hins vegar hafa lausninr frjálshyggjunar ekki reynst haldgóðar sbr. gjafakvótakerfið sem heldur ekki á erindi við samtímann og má helst finna stoð í hinu gamla og úrelta lénskerfi.
Lyfsala er annað dæmi um algerlega misheppnað "frjálsræði" - ofurverð og algeng lyf ófáanleg vikum saman hérlendis. Okkur sem er annt um skattfé og ráðstöfun þess hljótum að velta fyrir okkur hvort ekki er hægt að koma þessum hlutum fyrir með hagkvæmari hætti - einkaframtakð á í hinum mestu brösum og ræður greinilega afar illa við þetta.
Vel má vera að þér þyki þetta íslenska Matador í góðum gír - staðreyndin er hins vegar sú að allar "bestu göturnar" eru á afar fárra höndum - Breska nafn spilsins "Monopol" er því því sennilega samnefnari fyrir árgangur hinnar íslensku frjálshyggju síðustu árin.
Kveðjur Árni Guðmunds