sunnudagur, 6. nóvember 2005

Tvær góðar Úlpa & Sign

Það er gróska í Hafnfirsku tónlistarlíf þessa daganna, sem endranær. Mér áskotnaðist kynningareintak af nýjustu plötu Úlpu en Haraldur Sturluson vinur minn, fyrverandi starfsmaður ÍTH og trommari bandsins gaukaði að mér eintaki af nýjust skífu þeirra. Þurfti ekki að hlusta lengi til þess að gera mér grein fyrir að hér er hörku góður diskur á ferðinni. Flottir spilarar , fín lög ,gott sánd og heilsteypt skífa í alla staði. Fær örugglega frábæra dóma þegar hún kemur út.

Sign er ekki síðri skal ég segja ykkur. Heyrði í þeim á tónleikum í félagsmiðstöðinni Hrauninu um daginn þar sem þeir voru að spila lög af nýju skífunni sinni. Þeir Rafnssynir Ragnar og Egill halda merki og minningu föður síns á lofti sem frábærir tónlistarmenn. Egill er einn af okkar bestu trommurum og sama má segja um Ragnar hvað varðar gítarleikinn . Ragnar hefur þrátt fyrir ungan aldur skapað sinn eigin stíl og verður bara betri og betri.

Mæli því hiklaust með báðu þessum böndum og tel alvöru rokk and rólara vera með góða diska í höndunum þegar að þessar sveitir eru annars vegar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli