Sem er þægileg tilfinning en dulítið skrýtin samt. Er sem sagt búin að vera formaður Samtaka norrænna félagsmiðstöðva UFN s.l. 11 ár. Langur tími og oftast gefandi en auðvitað stundum erfiður og alltaf annasamur. Hef samt sem áður ávallt notið góðs af því að vera Íslendingur og því átti tillölulega auðvelt með að sætta sjónamiði þegar að þess hefur þurft , sem er nú ekki í mörgum tilfellum.
Ekki hef ég tölu á þeim fjölda ungmennamóta eða námskeiða sem samtökin hafa staðið fyrir í gegnum árin víða á Norðurlöndunum. Eðli málsins vegna hef ég sótt marga af þessum atburðum en auðviðtað ekki alla.
Fínn tími og auðvitað ákveðinn forréttindi. Í gegnum embættið kynnist ég fjöldanum öllum af góðu fólki, lært margt og farið víða. Ég hef komið á marga þá staði sem ég hefði að öllu jöfnu ekki heimsótt og á staði sem ekki liggja beinlínis í alfaraleið. Loften í Noregi er stórkostlega fallegt svæði og sama má segja um norðaustur Finnland, Sænsku Smálöndin eru falleg og sama má segja um norður Svíþjóð, Jósku heiðarnar er fallegar, Færeyjar státa af einstakri náttúrfegurð og sama má segja um norrænu höfuðborgirnar sem allar hafa sinn sérstaka sjarma.
Kveð ákaflega sáttur á aðalfundi samtakanna, sem haldinn er hér í Kaupmannahöfn, enda um tvö ár síðan ég ákvað að hætta sem formaður þessara samtaka, veit einnig sem er að MajLis Blomqvist frá Svíþjóð sem nú tekur við formennskunni af mér mun standa sig með prýði. Óska UFN velfarnaðar og hvet alla sem vettlingi geta valdið til að standa vörð um hina norrænu samvinnu og þau gildi sem þar koma fram.
Norrænt samstarf er einstakt og á sér ekki hliðstæðu í veröldinni. Það er því afar mikilvægt að gefa ungu fólki á Norðurlöndum kost á því að taka þátt í samnorrænum verkefnum eins og þeim sem UFN stendur fyrir. Það er ekki síður mikilvægt að fagfólk úr æskulýðsbransanum eigi kost á því að koma saman á námskeiðum og ráðstefnum til þess að læra og skiptast á skoðunum um allt það sem nýjast er í faginu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli