þriðjudagur, 25. janúar 2011
Glórulaus sérhagsmunapólitík
Heldur er það sorglegt að fylgjast með kjaraviðræðum þessa daganna. Og lægst rís þetta með ótrúlega ósmekklegum málflutning framkvæmdastjóra SA sem er í einhverju pólitísku handlangi fyrir tiltölulega fámenna sérhagsmunaklíku sem oftast er nefnd LÍÚ. Það er einstaklega óviðeigandi af hálfu SA að stilla málum upp með þeim hætti að ekki verið samið nema gengið verði frá hinu afar umdeilda og ósanngjarna fiskveiðikerfi áður og þá væntanlega í samræmi við ýtrustu sérhagsmuni LÍÚ.
Við svona rugli er aðeins eitt svar og það er að vísa deilunni umsvifalaust til sáttasemjara. Íslensk láglaunapólitík er félagslegt böl sem er ekki síst tilkomin vegna sérhagmuna í íslensku samfélagi eins og þeirra sem formaður SA talar fyrir og ætlast greinilega til að festir verði í sessi sbr. grímulausar hótannir í garð launafólks. Var lengi í þessum bransa og mann sannast sagna ekki eftir eins ósmekklegum málflutning og SA viðhefur þessi dægrin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli