Músíktilraunir Tónabæjar og Hins hússins eru mikil menningarverðmæti. Þegar að maður kíkir á listann yfir hljómsveitir sem hafa unnið keppnina frá upphafi þá sér maður hvílík menningarfabrikka keppnin er. Allt frá „sítt að aftan“ Greifarnir yfir í harðkjarnarokk hljómsveitarinnar Mínus og allt þar á milli. Músíktilraunir eru frábær vettvangur sem hefur hvatt mörg bönd til dáða og ekki síst komið efnilegu ungu tónlistarfólki á framfæri. Keppnin hefst í mars og ef að líkum lætur verður þar margt efnilegra banda.
Listi yfir hljómsveitir sem hafa sigrað í Músíktilraunum frá upphafi.
1982 – Dron, 1983 – Dúkkulísurnar, 1984 - Keppni féll niður vegna verkfalls kennara, 1985 – Gipsy, 1986 – Greifarnir, 1987 – Stuðkompaníið, 1988 – Jójó, 1989 – Laglausir, 1990 - Nabblastrengir (Umbilical cords), 1991 - Infusoria (Sororicide), 1992 - Kolrassa Krókríðandi (Bellatrix), 1993 – Yukatan, 1994 – Maus, 1995 - Botnleðja (Silt), 1996 – Stjörnukisi, 1997 - Soðin Fiðla, 1998 – Stæner, 1999 – Mínus, 2000 - XXX Rottweiler hundar, 2001 – Andlát, 2002 – Búdrýgindi, 2003 – Dáðadrengir, 2004 – Mammút, 2005 – Jakobínarína, 2006 - The Foreign Monkeys , 2007 - Shogun. 2008 - Agent Fresco
2009 - Bróðir Svartúlfs. 2010 - Of Mosters and Men
Engin ummæli:
Skrifa ummæli