Var einu sinni sem oftar á ferð yfir hafið. Sessunautar mínir í fluginu Hollendingur, myndlistamaður á leið í brúðkaup til Íslands og Kani, viðskiptafræðingur ,deildarstjóri hjá stórfyrirtæki, á leið heim eftir sína fyrstu ferð til Evrópu en þar hafði hann verið á vegum fyrirtækisins. Við tókum tal saman og ræddum heima og geyma. Skemmtilegt, en með öllu tíðindalaust spjall þar til við nálgumst Vestmannaeyjar. Skyggni var afar gott og útsýni hið besta.
Ég hóf því að ræða málefni Keikós heitins enda blasti heimili hans við okkur. Ég tjáði sessunautum mínum hvert viðhorf íslendinga til málsins væri og að helst vildi ég borða fiskinn enda væri „sænautasteik” hinn besti matur, svona syndandi Galloway naut. Það sem meira var ég tjáði þeim félögum að ágætur maður teldi að hægt væri að útbúa 60.0000 úrvals máltíðir úr Keikó einum saman.
Hollendingnum fannst þetta merkilegt en Kanninn þagði og varð fáskiptinn í meira lagi. Fékk ekkert upp úr honum næstu mínúturnar. Heldur var hann þungur þegar hann sagði mér að hann væri styrktaraðili í Free Willy Keiko Foundation, greiddi 10 dollara á mánuði til samtakanna og hefði gert í mörg ár. – Úps hugsaði ég með mér og var ekkert ósáttur við að stutt var í lendingu. - Fékk aldrei nafnspjaldið sem hann ætlaði að fá mér
Engin ummæli:
Skrifa ummæli