þriðjudagur, 19. september 2006

Smá vesen

Ég lifi áhættusömu tölvulífi. Á hins vegar góða að þegar að villimennskan verður algjör. Bræður mínir eru allir tölvunarfræðingar auk þess sem ég hef oft leitað ásjár bestu tölvudeildar landsins þ.e. tölvudeildar Hafnarfjarðarbæjar.

Er sem sagt búin að vera að uppfæra tölvuna mína með nokkuð mislukkuðum árangri. Er hættur með adressuna arni@hafnarfjörður.is og jafn gagnlegt að senda erindi í hana eins og að ræða við næsta ljósastaur. Er hins vegar búin að koma minni prívat adressu arni.gudmunds@simnet.is og adressu formanns STH addigum@simnet.is í nýtt forrit.

Ekki tókst betur til við þá aðgerð mína að ég finn ekki pósta úr gamla forritinu, veit þó að þeir eru þarna einhver staðar. Fæ að öllu jöfnu mikinn fjölda skeyta og geri mér því grein fyrir að einhver bið verður á svörum. Bræðralag og vinnátta við snillinga á tölvusviðinu er því mikils virði eins og reyndar öll vinátta. Vona að mál komist í samt horf fyrr en seinna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli