Vann minn síðasta starfsdag hjá Hafnarfjarðarbæ í gær. Áformaði að ljúka störfum með því að fara á starfsmannafund í félagsmiðstöðinni Vitanum í Lækjarskóla klukkan 16:00. Bjóst við tveggja til þriggja tíma fundi. Þarna hafa verið tóm leiðindi í gangi allt frá því að skólastjórinn óskaði eftir og fékk samþykkt í fræðsluráði að yfirtaka starfsemina? Til grundvallar lagði hann fram „Stefnumótunarplagg” fyrir félagsmiðstöðina ásamt tveimur kennurum, plagg sem vægast sagt hefur mælst ákaflega illa fyrir meðal fagfólks innan frítímaþjónustunnar og víðar í fagheimum.
Var því vel undirbúin í það að peppa okkar mannskap upp og brýna til góðra verka sem endranær. Ekki veitir af því forstöðumaðurinn er kominn í veikindaleyfi og langt í brosið hjá staffinu yfir ástandinu. Geir vinur minn Bjarnason kvaðst ekki komast á fundinn sem gerði það að verkum að mér fannst algjör nauðsyn að mæta(sem mér var auðvitað bæði ljúft og skylt).
Allt í einu kemst Geiri á fundinn, þannig að við förum saman. Þegar að við erum komnir út Hverfisgötuna þá þarf Geiri allt í eina að koma við heima hjá sér. Og viti menn í götunni er allt troðfullt af bílum og það sem undarlegra var að nokkrir vinir mínir voru á sveimi í götunni. Grunaði félaga minn um græsku sem reyndist og rökum reynst.
Viti menn húsið og garðurinn troðfullur af vinum mínum sem síðan áttu eftir að verða fleiri og héldu áfram að streyma í teitið fram eftir kvöldi. Ekki var það verra að upphaldshljómsveitin mín (sem reynda heitir ýmsum nöfnum eftir verkefnum t.d. Gleðisveitin Runólfur/Pétur og Úlfurinn m.m. Helgi Egils bassaleikari. Snorri Páll Úlfhildarson Jónsson trommari, Ingmar Andersen klarínettuleikari, Eiríkur Stefáns trompetleikari), léku fyrir gesti af sinni alkunnu snilld. Frábærir hljómlistarmenn.
Allt var þetta skipulagt með 2 -3 tíma fyrirvara hjá fyrverandi samstarfsfólki mínu hjá ÍTH enda var ekki fullljóst um hvenær ég myndi hætta fyrr en um hádegið í gær. Sýnir í hnotskurn hve gríðarlega fín stofnum ITH er og hve snerpan og vinnulagið er gott. Svona fínt teiti með þessum örstutta fyrirvara gæti engin skipulagt nema ÍTH
Fann hve rosalega ríkur ég er af góðum vinum. Teitið varð fyrir vikið ein af mestu gleðistundum lífs míns þrátt fyrir þau megnu leiðindi að vera að hætta. Tær snilld hjá samstarfsfólkinu að efna til gleði af þessu tagi í stað þess að leggjast í depurð yfir afleiðingum af ráðslagi stjórnmálamanna. Stjórnmálamenn ráða en við (fv)embættismenn ráðum hvort við viljum verða samferða.
Fyrir teitið verð ég vinum mínum æfilega þákklátur. Nota hér einnig tækifærið til þess að þakka öllum þeim fjölmörgu sem sent hafa mér hlýjar og góðar kveðjur í tölvupósti. Yndislegt að vera svona moldríkur og eiga allt þetta góða fólk að vinum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli