laugardagur, 26. ágúst 2006

Unglingar eru líka fólk

Fagna niðurstöðum persónuverdar þar sem skóla í Sandgerði er gert óheimilt að neita unglingi í félagsmiðstöðinni um að kaupa miða á SAMFÉS hátíð á grundvelli mætingaskrá skólans. Að straffa nemendur í gegnum þriðja aðila er út úr korti og brot á öllum grundvallar mannréttindum og ekki síst rétti ungs fólks til einkalífs.

Í Morgunblaðinu, í dag 26. ágúst, segir:
„PERSÓNUVERND hefur kveðið upp úrskurð um meðferð upplýsinga um mætingar í grunnskóla en kvartað var yfir notkun á upplýsingum um mætingar í Grunnskóla Grindavíkur. Tilefni kvörtunarinnar var að nemanda Grunnskóla Grindavíkur var meinað um aðgöngumiða á hátíð fyrir unglinga sem haldin var á vegum samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi, Samfés, þar sem hann hafði ekki sýnt viðunandi skólamætingu.”


Og áfram heldur Mogginn:
„Kennari við skólann, sem jafnframt vann að félagsmálum á vegum Grindavíkurbæjar, fékk listann þannig í hendur. Þegar kom að því að útdeila miðum á umrædda hátíð setti hún það skilyrði fyrir úthlutun að skólasókn yrði að vera í lagi og notaði listann síðan sem viðmið fyrir það. Úthlutun miða á Samfés-hátíðina var ekki liður í starfi hennar fyrir grunnskólann, heldur fyrir félagsmiðstöðina.”


Unglingar eru líka fólk – ekki bara skólafólk. Unglingar eiga sitt einkalíf fyrir utan skólann. Ekki er ódælum kennara gert óheimilt af skólastjórnendum að mæta í leikhús? Unglingum sem einhverra hluta vegna eiga í erfiðleikum í skólakerfinu eru og eiga að vera velkomnir í félagsmiðstöðvar enda margir einstaklingar sem hafa náð sér á strik gegnum það ágæta starf sem félagsmiðstöðvar um allt land halda úti. Tilgangslaust og engin lausn að loka öllum dyrum á ungviðið, þó baldið sé, og hefur ekkert pedagogiskt gildi nema síður sé.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli