Hef lítið skrifað inn á dagskinnuna undanfarið. Hef verið á ferðalagi um landið og verið í afar takmörkuðu tölvusambandi. Bið þá sem hafa verið að senda mér póst velvirðingar á skeytingarleysinu. Verð komin til byggða um miðjan mánuðinn og vind mér þá í að svara þeim erindum sem borist hafa.
Annars hinn kátasti eftir að hafa skondrast um fjöll og firnindi síðustu 10 daga. Ákaflega fallegt landið okkar og skiljanlegt að afar þéttbúandi Evrópubúar vilji gjarnan sækja okkur heim.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli