Aumingja fuglinn, dettur mér helst í hug. Mörður Árnason gerir þessu máli vel skil á heimasíðu sinni sjá: http://www.althingi.is/mordur/mal_og_menning/safn/002925.php
Með bjórdollu í annarri hendi og forvarnarstefnu í hinni hendinni er hreint pönk. Velti fyrir mér hvort bæjarfélög eigi ekki að skilyrða styrkveitingar sínar til íþróttafélaga þannig að gleðikonustand eins og ÍBV stundar geti ekki átt sér stað.
Vinir mínir í Haukum í Hafnarfirði tóku fyrir mörgum árum þá ákvörðun að auglýsa ekkert sem hefur skírskotun til áfengis þ.m.t. þessa heimskulegu útúrsnúninga á áfengislöggjöfinni sem menn kalla „léttöls" auglýsingar. Þetta ættu önnur íþróttafélög að taka sér til fyrirmyndar. Hvet allt hugsandi fólki til þess að sniðganga auglýstar áfengistegundir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli