Sem reyndar er sá vinstri þessa daganna. Er sem sagt enn að súpa seiðið af útskriftarveislunni góðu. Fór nánast beint frá Færeyjum á Vestfirði. Dvaldi þar með fjölskyldunni í góðu yfirlæti í sumarbústað í Mjóafirði. Ótrúlega líkt landslag á þessum tveimur stöðum nema hvað það er öllu minna undirlendi í Færeyjum og fjöll brattari. Annars glettilega líkt og sama góða fólkið á báðum stöðum.
Var fjarri “menningunni” sem kom fram í því að farsími og Internet virkuðu ekki á svæðinu. Afar þægilegt í alla staði og spurning hvort þessi fjarskiptatækni sé ekki komin út í vitleysu. Fólk á helst að vera aðgengilegt 24 tíma á sólahring. 100 e- mail , 20 sms , 15 skilaboð í talhólfi, 30- 40 símtöl á sólarhring og sívirkt msg eins og raunin virðist vera orðin hjá mörgum er auðvitað orðin tóm vitleysa.
Það hefur blásið hressilega í kringum mig síðustu vikur. Sagði sem kunnugt er upp starfi mínu sem æskulýðs- og tómstundafulltrúi 13. júní s.l. og það sem ég taldi að yrði fyrst og fremst persónuleg ákvörðun mín virðist skipta margt fólk verulegu máli. Áttaði mig auðvitað á því að sem embættismaður er maður opinber persóna, fagmaður og ekki síst fyrirmynd eins og aðrir framámenn í æskulýðs- og íþróttageiranum. Starfsmenn ÍTH undirgangast og starfa samkvæmt siðareglum Félags fagfólks í frítímaþjónustu FFF sjá hér. Sá því sem var að uppsögn mín er kannski ekki einkamál mitt, þó svo að ég hafi talið það í fyrstu. Hef hins vegar valið þann kost að fjalla um málið á almennum nótum.
Kjarni þessa máls er einfaldlega sá að stjórnmálamenn ráða, þeir taka ákvarðanir í umboði kjósenda. Ef og þegar embættismanni þykir pólitískur ráðahagur eða samþykkt algerlega óviðunandi, þá hefur hann einungis um tvennt að velja, þ.e. að vinna áfram og láta eins ekkert sé eða hætta. Ég sagði upp, ástæður fyrst og fremst faglegar forsendur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli