miðvikudagur, 5. október 2005

Af hverju borga ég sérstök "færslugjöld"

Af debetkortinu mínu en ekki vinkona mín MajLis Blomqvist i Stokkhólmi eða vinur minn Rainer Lenze í Kaupmannahöfn? Er það vegna þess að bankarnir hér á landi sannmælast um að nýta kortin sem auka tekjulind ofan á önnur okurgjöld á sama tíma sem að bankar í Skandinavíu sjá akk sinn ( og gróða) í aukinni hagræðingu sem notkun kortanna ein og sér hefur í för með sér?

Eru Íslendingar að borga bönkunum sérstaklega í formi „færslugjalda” fyrir að fækka almennum starfsmönnum í bankakerfinu? Er einhver kostnaður af þessu kerfi sem réttlætir þessa gjaldtöku og ef svo er af hverju halda bankarnir sig ekki bara við gamla kerfið ? Hvað er svona rosalega óhagstætt við hið rafræna kerfi?

Er ekki verið að gera okkur að fíflum? Af hverju sitjum við ekki við sama borð og grannar okkar í þessum efnum. Ástæður augljósar, fákeppni, samráð og almenn þjónustugjaldafíkn hins Íslenska bankakerfis. Almennt launafólk á fá, ef nokkur, ráð gegn þessu óréttlæti og situr „innmúrað” í þessari svikamyllu.

Bind vonir við að nýtt embætti, “Talsmaður neytenda”, taki þetta og sambærileg mál til formlegrar meðferðar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli