föstudagur, 7. október 2005

Þessi íslenska öfund

Hugsað ég með mér þegar að fólk var að hneykslast á því að eigandi einhvers lyfjafyrirtækis hér á landi hefði keypt sér bíl fyrir hluta af mánaðarlaunum sínum. Einhvern risa jeppa með hinum og þessu fylgihlutum sem tilheyra án þess að það sé nokkuð pjatt.

Ég get auðveldlega gert það sama og keypt mér bíl fyrir mánaðarlaunin mín og átt smá afgang. Hver slær t.d. hendinni á móti Toyota bifreið árgerð 1972 ekinn 512.000 km eða Skoda bifreið með austantjalds lúkki árgerð 1981 ekinn 340.000 km. Þarf maður að kvarta og kveina ?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli