“Hvernig getur Bónus bannað verðkannanir” spurði mig félagi minn sem býr erlendis. Hann hafði lesið um þetta í Mogganum og hringdi í kjölfarið í mig að utan. “Má maður sem sagt ekki spyrja um verið, er hægt að banna þetta?” hélt hann áfram og hló yfir þessu undarlega “banni”.
Margt er skrýtið hér á landi og ekki síst hin ömurlega uppákoma varðandi verðkönnunarsvindl í matvörubransanum. En sérkennilegri eru viðbrögð margra sem hringja inn í fjölmiðlanna og hafa enga sól séð skærari en þessar búðir, sem ku hafa bætt hag almennings að sögn aðdáenda, verslanir sem í raun hafa haft almenning að fíflum.
Væri sennilega skiljanlegt ef vöruverð hérlendis væri á hinum ás verðskalans þ.e. með því lægsta sem þekkist. Því er ekki að skipta enda verð hérlendis rúmum 60% hærra en meðalverð í Evrópu og gerist ekki hærra. Athyglisvert í þessu samhengi er t.d. mismunandi verðlag Bónuss á Íslandi og í Færeyjum?
Óþarfi að kyssa vöndinn. Verslunin er fjarri því stikkfrí í óðeðlilega hárri verðlanginu hérlendis. Væri verð 150% yfir Evrópuverðum ef ekki væri Krónan og Bónus? Í hverju liggja “kjarabætur” þessara verslanna og hver er “umtöluð umhyggja” eigendanna gangvart almenningi. Er hún fólgin í 63% yfirverði? Er íslenskt okur einhver góðmennska gagnvart almenningi?
Kjarni málsins er einfaldlega sá að það ríkir trúnaðarbrestur milli meginþorra almennings og þessara aðila. Mun sennilega líða langur tími þar til um grær ef það þá gerir það þá yfir höfðuð. Hver veit? Vonandi verður þessi ömurlega uppákoma til þess neytendavitund landsmanna aukist. Verslunarstarfsemi er ekki góðgerðastarfsemi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli