Hef fengið nokkur viðbrögð vegna pistilsins hér á undan og nokkrar ábendingar. Jón Páll vinur minn, framkvæmdastjóri Regnbogabarna og varabæjarfulltrúi, sem var á bæjarstjórnarfundinum sagði fjarri að fyrirsögn Fjarðarpóstsins væri í samræmi við umræður á fundinum. Hef síðan þá heyrt umræðurnar og er sammála Jóni.
Átti reyndar erfitt með að trúa því að ágætur kunningi minn Guðmundur Rúnar væri með meiningar í þá veru sem þarna var um að ræða. Ég þekki Guðmund bara af góðu einu saman og sem dugmikin stjórnmálamann. Finnst rétt að þetta komi fram á þessum vettvangi og málið dautt af minni hálfu. Lærdómurinn kannski sá að hlaupa ekki alltaf á eftir fyrirsögnum og skrifa ekki í hita leiksins nema maður sé 100% öruggur á málavöxtum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli