miðvikudagur, 25. október 2006

BSRB þing

Er sem sagt á BSRB þingi þessa dagana ásamt stjórn STH. Hef setið þau nokkur í gegnum tíðina. Held að þetta þing verði gott þing og málefnalegt. Ögmundur Jónasson hefur staðið sig vel sem formaður samtakanna , hann hefur ávallt haft hagsmuni BSRB að leiðarljósi auk þess sem hann hefur ávallt beitt sér fyrir málefnum þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Í BSRB hefur fólk ekki verið flokkað samkvæmt flokkspólitískum merkimiðum og verður sennilega og vonandi seint gert. Sem er gott og gerir það að verkum að BSRB félagar koma víða að og tengjast öllum stjórnmála- og hagsmunasamtökum og í þessu liggur m.a. styrkur bandalagsins.

Ögmundur hefur verið farsæll, dugmikil og verðugur fulltrúi samtakana og nýtur óskoraðs trausts. Þess vegna missir að mínum mati algerlega marks þegar að pólitískir andstæðingar hans gera að því skóna að formaðurinn sé í einhverjum sérstökum erindagjörðum fyrir VG innan verkalýðshreyfingarinnar. “Margur heldur mig sig” dettur manni helst í hug varðandi ummæli viðkomandi – Ég þekki engan í mínu ranni verkalýðsmálana, hvar í flokki sem viðkomandi eru ,sem leggur út frá þessu.

Sjá ræðu formanns hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli