þriðjudagur, 22. maí 2012

Stundum verður mönnum á en..


...viðbrögð ýmissa fyrirtækja í samfélaginu eru merkileg í þessu samhengi t.d. vega úrskurða í samkeppnismálum, skattamálum, vörufölsun o.fl. þar sem viðkomandi biðjast nær undantekningalaust aldrei afsökunar á framferði sínu – það er ekkert viðurkennt, ráðnir fleiri lögfræðingar og málefnum þvælt í dómskerfinu árum saman þó kjarni mála sé öllum full ljós, rýrð kastað í allar áttir og sérstaklega á þá aðila og það fólk sem eru að vinna störf sín í þágu almennings. Dómar eru því að einhverju leiti orðnir spurning um stéttarstöðu sakbornings fremur en um siðferðileg rangindi og lögbrot viðkomandi. Fjölda dæma um slíkt er hægt að taka þó það verði ekki gert hér að sinni. Lokað sérréttindasamfélag síðustu áratuga gerir það að verkum að menn hafa glatað öllu jarðasambandi og telja sig yfir lög hafna, sjá ekkert rangt í gjörðum sínum og skeyta lítt um s.k. viðskiptasiðferði.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli