þriðjudagur, 23. mars 2010

Pravdisk fyrirsögn RÚV

RÚV útvarp og sjónvarp "allra landsmanna" hefur margsinnis þverbrotið lög um bann við áfengisauglýsingum sem eru í fullu gildi.

Þegar að fram kemur frumvarp Ögmundar Jónassonar og Þuríðar Backman sem skerpir lögin sem þegar hafa annars mjög skýran siðferðilega boðskap og anda, þá er fyrirsögn á heimasíðu RÚV um málið "Vill banna áfengisauglýsingar" ?

Hugsa um jólakveðju RÚV til barna og unglinga í landinu síðastliðin jól í formi síendurtekinar teiknimyndar um drykkfellda jólasveininn á sleða sínum sem gat ekki sinnt mikilvægum störfum sínum í aðdraganda jólanna þar sem hann fór að eltast við áfengisflutningabíl sem var fullur af "léttöli" sem er ekki til!

Sorglegt að yfirstjórn RÚV og þessi s.k. markaðdeild þess skynji ekki og eða skilji ábyrgð sína gangvart lögvörðum réttindum barna og unglinga í landinu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli