sunnudagur, 3. desember 2006
Margrét K Sverrisdóttir
... hóf sig upp yfir sinn eigin flokk í Kastljósinu í kvöld og fór skipulega yfir þann vitleysisgang sem forystumenn flokksins hafa hafnað í síðustu misserin og talaði eins og forystumaður stjórnmálaflokks á að tala. Sé ekki annað en að ef Frjálslyndi flokkurinn ætlar að verða eitthvað annað en „gamalt "nýtt" afl” þá verði það ekki gert án Margrétar. Margrét hefur ávallt verið málefnaleg og hreinskiptin, sem eru miklir kostir á vettvangi stjórnmála. Margrét á að fara alla leið enda hefur hún í þessum ólgusjó síðustu dægra sýnt afburðar styrk, festu og ekki síst mikla leiðtogahæfileika. Slíkir kostir hljóta að vera akkur fyrir forystumann hvaða stjórnmálaflokks sem er. Frjálslyndi flokkurinn hefur einfaldlega ekki efni á því að vera án krafta hennar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli